15. desember, 2010 - 10:05
Helga Sigríður Sigurðardóttir, tólf ára stúlka frá Akureyri, sem veiktist alvarlega í sundtíma á dögunum er öll að
braggast, samkvæmt því sem fjölskylda hennar skrifar á facebook í gærkvöld. Helga Sigríður er komin heim frá
Svíþjóð, hún er útskrifuð af gjörgæsludeild Landspítalsns og liggur nú á barnadeild Hringsins.
"Það er hreint ótrúlegt að sjá hana. Tekur öllum upplýsingum að æðruleysi og ró. Það er ekkert sem hún
hræðist þótt læknar og hjúkrunarfólk séu endalaust að kroppa í hana. Núna tekur við allsherjar uppbygging," skrifa foreldrar
Helgu Sigríðar, sem biðja að heilsa öllum og þakka fyrir stuðninginn.