Helga Hansdóttir frá KA var valinn júdókona ársins 2010 en tilkynnt var um valið um helgina. Í karlaflokki var það Þormóður Jónsson frá Júdófélagi Reykjavíkur sem var valinn júdómaður ársins.
Helga átti frábært ár í júdóinu en árangurinn var meðal annars:
Íslandsmót fullorðinna, 1. sæti í -57kg og 2. sæti í opnum flokki.
RIG international/Afmælismót JSÍ, 1. sæti í -57kg.
Norðurlandamót yngri en 20 ára, 3. sæti í -57kg.
Opna danska yngri en 20 ára, 1. sæti í opnum flokki og 3. sæti í -63kg.
Opna sænska yngri en 20 ára, 5. sæti í -63kg.