Helga Hansdóttir vann tvenn verðlaun á aþjóðlegu móti í Danmörku

Helga Hansdóttir frá júdódeild KA náði frábærum árangri á alþjóðlegu unglingameistaramóti í júdó sem haldið var í Danmörku sl. helgi. Helga keppti í aldursflokknum 17-21 árs og sigraði í opnum flokki og hafnaði í þriðja sæti í -63kg flokki.

Helga hefur keppt á nokkrum alþjóðlegum mótum undanfarið og staðið sig vel. Hún hafnaði í fimmta sæti á stóru móti í Svíþjóð í haust auk þess sem hún hafnaði í þriðja sæti á Norðurlandamótinu í vor.

Nýjast