Heil umferð fer fram í kvöld í Pepsi- deild kvenna í knattspyrnu. Á Þórsvelli tekur Þór/KA á móti Haukum og hefst leikurinn kl. 19:00. Staða liðanna í deildinni er ólík en Þór/KA situr í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig en Haukar hafa þrjú stig í næstneðsta sæti. Þór/KA dugir ekkert annað en sigur í kvöld til þess að halda einhverjum neista á lofti í titilvoninni.
Aðrir leikir kvöldsins eru:
Fylkir-Valur
KR-Grindavík
FH-Afturelding
Stjarnan-Breiðablik