12. október, 2010 - 11:46
Haustverkin kalla, er yfirskrift dagskrár í Gamla bænum Laufási, laugardaginn 16. október nk. kl. 13.30-16.00. Hefur þú séð hvernig
kindahausar eru sviðnir? Hefur þú smakkað reyktan bringukoll, fjallagrasaslátur eða fjallagrasasúpu? Ef ekki þá er tilvalið að leggja
leið sína í Gamla bæinn í Laufási til þess upplifa gamla tíð með öllum skynfærum.
Dagurinn hefst með góðri samverustund í kirkjunni undir stjórn sr. Bolla Péturs Bollasonar. Tóvinnufólk verður að störfum í
baðstofunni, smalinn Þór Sigurðarson segir sögur og spákona með völu og spil verður í betri stofunni. Forvitnilegur haustmarkaður með
ýmsu góðgæti fyrir munn og maga verður í skálanum. Lummukaffi verður til sölu í Gamla prestshúsinu.