Haustferð á Strandir frá Akureyri með Miðnætursól

Ferðaskrifstofan Miðnætursól stendur fyrir haustferð á Strandir frá Akureyri í ár. Aðalstarfsemi ferðaskrifstofunnar er að skipuleggja ferðir um Ísland fyrir frönskumælandi ferðamenn með áherslu á Vestfirði. Í sumar var farið í vel heppnaða ferð með slíkan hóp á Strandir.   

Galdrasafnið í Hólmavík var skoðað, siglt út í Grímsey í Steingrímsfirði, snæddur vestfirskur matur, litið við hjá sauðfjárbónda  og farið í göngutúra, svo eitthvað sé nefnt. Í framhaldinu  kom upp sú hugmynd að þessi ferð væri ekki síður við hæfi Íslendinga. Því var ákveðið að skipuleggja slíka ferð og er sú fyrsta einkum hugsuð  fyrir Norðlendinga.

Ferðin verður farin  9. - 12.september n.k.  Farið verður frá Akureyri og Húsavík. Kynning á ferðinni verður haldin laugardaginn 4. september á Akureyri í húsakynnum Ferðafélags Akureyrar, Strandgötu 23, kl. 14. Áhugasamir eru beðnir að tilkynna þátttöku á kynninguna í netfangið soleil@soleil.is Upplýsingar um ferðina veitir Atli Gunnarsson í síma 847-6389.

Nýjast