Hátíðarstemmning á 60 ára afmæli leikskólans Pálmholts

Sannkölluð hátíðarstemmning ríkir á leikskólanum Pálmholti en dag, föstudag, fagnar leikskólinn 60 ára afmæli sínu. Pálmholt er elsti starfandi leikskóli á landsbyggðinni og var upphaflega byggður af kvenfélagskonum í kvenfélaginu Hlíf. Mikill fjöldi fólks tók þátt í afmælisdagskránni, sem hófst strax kl. 9.10 í morgun með fánahyllingu og söng og verður framhaldið í dag.  

Þá gróðursettu elstu börnin berjarunna í morgun, sem foreldrafélagið gaf skólanum í afmælisgjöf. Formleg dagskrá hófst svo kl. 10.30, þar sem boðið var upp á söng og tónlistarflutning, ávörp voru flutt, Magni Ásgeirsson stjórnari brekkusöng, elstu börnin voru útskrifuð frá skólanum með formlegum hætti og þar var einnig grillveisla. Milli kl. 15 og 17 í dag verður opið hús fyrir bæjarbúa, myndasýning verður úr starfinu og mun Magni stjórna brekkusöng að nýju kl. 15.30.

Þá hefur verið settt upp sýning á Amtsbókasafninu, þar sem má skoða söguna í máli og myndum og stendur hún til 30. júní.

Nýjast