Þórsarar geta með sigri í dag náð efsta sætinu á ný en að lokinni fyrri umferð voru þrjú lið efst og jöfnt með 22 stig, Þór, Víkingur og Leiknir en Þór er með bestu markatöluna. Seinni umferðin hófst í gærkvöld og þá komst Leiknir í efsta sætið á ný með 1-0 sigri á Njarðvík suður með sjó. Víkingur heldur austur á land í dag og mætir Fjarðabyggð á Eskifjarðarvelli. KA þarf nauðsynlega á sigri að halda gegn Þrótti í dag. Liðið situr í næst neðsta sæti með 10 stig en Þróttur er með 11 stig. Grótta er í neðsta sæti með 9 stig en liðið gerði 2-2 jafntefli við ÍR í gærkvöld. Fjórði leikurinn í dag er viðureign HK og ÍA í Kópavogi.