"Vakin er athygli á því að Akureyrarbær hefur ekki sett neinar reglur um lengd bókana. Til eru fordæmi fyrir lengri bókunum í nefndum bæjarins en þeirri sem leggja átti fram og því hefur jafnræðis milli nefnda/nefndarmanna ekki verið gætt. Vakin er athygli á mikilvægi þess að grundvallarreglum íslenskrar stjórnsýslu sé gætt í hvívetna," segir ennfremur í bókuninni.
Á áðurnefndum fundi, þann 23. september, samþykkti meirihluti íþróttaráðs fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að gjaldskrám íþróttaráðs fyrir starfsárið 2011. Pétur Maack Þorsteinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar greiddi athvæði á móti afgreiðslunni. Formaður íþróttaráðs er Nói Björnsson.