Handtekinn vegna gruns um fíkniefnaakstur

Maður um tvítugt var handtekinn um þrjú leytið í nótt við Sunnuhlíð á Akureyri grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Að sögn lögreglunnar á Akureyri var ökumaðurinn einn í bílnum. Var hann færður á lögreglustöðina við handtökuna þar sem frekari sýni voru tekinn úr manninum.

Nýjast