Skipulagsnefnd Akureyrar samþykkti á síðasta fundi sínum að hámarkshraði allra gatna í þéttbýli í Grímsey
verði 30 km/klst. Einnig er því beint til framkvæmdadeildar að gerðar verði sérstakar ráðstafanir til að draga úr umferðarhraða
í nánasta umhverfi grunn- og leikskólans (Múla).
Á fundi skipulagsnefndar var tekið fyrir erindi, þar sem Sigríður Stefánsdóttir f.h. hverfisráðs Grímseyjar óskaði eftir
að skoðuð yrðu mál er varða umferðarhraða og umferðaröryggi í eyjunni, sérstaklega í nágrenni skólans.