Halldór Helgason að landa risasamningi

Eyfirðingurinn og snjóbrettakappinn Halldór Helgason er við það að gera risasamning við Nike 6,0 sem framleiðir snjóbrettafatnað.  Að sögn vefsíðunnar whitelines.com er samningurinn einn sá stærsti í snjóbrettaheiminum. '

Halldór hefur vakið mikla athygli með frammistöðu sinni, meðal annars á X-leikunum þar sem hann fékk fullt hús stiga í einkunn fyrir æfingar sínar.  En Nike er ekki eitt um að reyna að krækja í kappann, því fregnir hafa borist af því að Burton brettaframleiðandinn hafi gert hosur sínar grænar fyrir honum, segir á vef RÚV. 

Nýjast