Haldlögð fíkniefni og vímuefnaakstur

Síðdegis í gær stöðvaði lögreglan á Akureyri bifreið í Hörgárdal. Í bifreiðinni voru tveir menn um tvítugt.  Vaknaði grunur um að ökumaðurinn væri undir áhrifum vímuefna og voru mennirnir handteknir í framhaldi af því. Við leit í bifreiðinni fundust síðan 250 gr. af kannabisefnum og 30 gr. af hvítu efni sem grunur leikur á að sé amfetamín. Mennirnir hafa játað að hafa átt efnin og telst málið upplýst.

Nýjast