Jón Ingi er formaður skipulagsnefndar Akureyrarbæjar. Hann segir Sigöldu hafa verið geysi vinsæla veiðibryggju, þar hafi fólki komið saman á síðkvöldum, notið útiveru og rennt fyrir fisk, enda gott skjól þar gagnvart ríkjandi hafgoluátt. Sjálfsagt sé að bryggjan sé lokuð þegar skemmtiferðaskip eigi leið um en þess utan eigi bryggjan að vera opin. "Að hafnarstjóri og hafnaryfirvöld séu í löggu og bófa og láta það bitna á útivistarmöguleikum bæjarbúa er slæmt og því ber að breyta. Ég þykist vita að þarna hafi aldrei farið upp öryggissmyndavélar og annað sem þarna átti að vera. Enda er það algjörlega óþarft...skip leggja þarna að fáeina daga á ári og dorgarar eru ekki fyrir nokkrum manni," segir Jón Ingi.
Sýnist honum sem í hæsta lagi þyrfti að loka bryggjunni í um 20 daga á ári vegna skemmtiferðaskipanna. "Ég legg því til við hafnaryfirvöld að þau hugsi málið og meti líkur á því að gerð verði hryðjuverkaárás á Oddeyrarbryggju og í framhaldi af því breyti þau aðgengi að þessari útivistarparadís Akureyringa."