22. september, 2010 - 09:09
Paul Martin, yfirmaður AgLaw Centre við Háskólann í New England í Ástralíu, flytur erindi í Háskólanum á Akureyri kl.
12.10 á föstudag sem nefnist;
Creating the next generation of natural resource management laws and markets that work, that are fair and are less costly. Fyrirlesturinn fjallar
í meginatriðum um aðferðir og orðræðu sem menn fylgja þegar kemur að umræðunni um viðhald og endurreisn á
viðkvæmu og verðmætu umhverfi.
Paul Martin kemur ásamt samstarfsmanni sínum Miriam Verbeek og eru þau í heimsókn hér á landi á vegum Landgræðslu ríkisins.
Þau komu til landsins um síðustu helgi og dvelja hér á landi til 30. september og munu m.a. ræða möguleika á samstarfi milli íslenskra
háskóla og UNE. Að loknu erindi sínu mun Paul, fyrir hönd UNE, ásamt rektor HA, undirrita samstarfssamning sem felur m.a. í sér
rannsóknarsamstarf og kennara- og nemendaskipti.