Ítalinn og vinstri bakvörðurinn Guiseppe “Joe” Funicello er farinn frá 1. deildar liði Þórs í knattspyrnu og hefur gengið í raðir finnska úrvalsdeildarliðsins IFK Mariehamn. Guiseppe gerir eins og hálfs árs samning við finnska liðið. Frá þessu er greint á vefsíðunni fotbolti.net.
Hann mun því ekki leika með Þór síðustu þrjá leikina í deildinni, en Þórsarar eru í harðri baráttu um sæti í úrvalsdeild og mæta KA-mönnum á Þórsvelli annað kvöld.