Húsvíkingurinn Guðmundur Óli Steingrímsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við meistaraflokk KA í knattspyrnu. Guðmundur Óli er 24 ára miðvallarleikmaður og kom til félagsins vorið 2008. Hann hefur leikið 40 leiki með KA og skorað í þeim níu mörk.
Eru þetta góð tíðindi fyrir KA-menn þar sem Guðmundur Óli hefur verið einn af betri leikmönnum liðsins undanfarin
sumur.