Guðmundur Freyr sigraði á innanfélagsmóti GA

Innanfélagsmót Golfklúbbs Akureyrar í boði Nettó voru haldin á Jaðarsvelli á dögunum. Í flokki fullorðna sigraði Guðmundur Freyr Aðalsteinsson með 41 punkt, Vigfús Ingi Hauksson og Björn Auðunn Ólafsson voru jafnir í öðru og þriðja sæti með 39 punkta og Eymundur Lútersson varð í fjórða sæti með 38 punkta. Einnig voru veitt verðlaun fyrir besta skor og það átti Friðrik Gunnarsson með 74 högg.

Í unglingaflokki var það Kristján Benedikt Sveinsson sem sigraði bæði í punktakeppnina með 40 punkta og höggleikinn á 78 höggum. Í öðru sæti varð Kjartan Atli Ísleifsson með 39 punkta og jafnir í þriðja og fjórða sæti voru þeir Fannar Már Jóhannsson og Eyþór Hrafnar Ketilsson með 36 punkta.

Einnig var haldið mót fyrir krakka sem eru að stíga sín fyrstu spor í golfinu. Þrjátíu krakkar tóku þátt og var það Bára Alexandersdóttir sem sigraði í stúlknaflokki og Baldur Vilhelmsson í drengjaflokki.

Nýjast