"Skapa verður greinunum viðunandi starfsskilyrði til þess að þær megi nýtast til frekari verðmæta- og atvinnusköpunar. Huga þarf
sérstaklega að landbúnaðinum þar sem hann á að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar. Ég vil réttlátara
þjóðfélag sem byggist á jafnrétti þegnanna óháð kyni eða búsetu. Ég vil stunda stjórnmál sem byggjast
á lýðræði, heiðarleika og sanngirni.
Ég hef reynslu úr félsgstarfi bænda, íþróttahreifingunni og úr atvinnulífinu sem atvinnurekandi eigin fyrirtækis. Ég hef ekki
starfað í formlegu pólitísku starfi og hef ekki haft nein tengsl inn í pólitíska flokka en svara með þáttöku í þessu
forvali ákalli almennings um nýliðun í pólitík.
Ég er fæddur 1971, ólst upp í Kópavogi og stundaði íþróttir af kappi. Varð nokkrum sinnum Íslands- og bikarmeistari í blaki
og var einnig í landliðinu um nokkurra ára skeið. Ég var snemma sendur í sveit í Eyjafjörðinn og heillaðist af sveitalífinu. Ég
flutti norður 1996. Við hjónin hófum kúabúskap í Hléskógum árið 2000 sem við stunduðum til 2005 en þá
söðluðum við um og erum nú með nautgripi, kindur, hross og ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan samanstendur af bændagistingu,
tjaldstæði og húsdýragarði. Ég er formaður Búkollu félags til verndar íslenska kúakyninu. Einnig hef ég setið í
stjórn búgreinaráðs Búnaðarsambands Eyjafjarðar í nautgriparækt. Ég fór fyrir mótmælum bænda nú á
dögunum er við mættum til Akureyrar á dráttarvélum rétt fyrir stjórnarslitin.
Áður en ég hóf búskap hafði ég stundað ýmis störf svo sem í fiskvinnslu, sjómennsku og sem leiðbeinandi í leikskóla. Þess má til gamans geta að þegar ég byrjaði með konu minni vann ég á leikskóla en hún var sjómaður. Í dag er ég bóndi og stunda jafnframt nám við Háskólann á Akureyri í samfélags- og hagþróunarfræði á öðru ári. Eiginkona mín heitir Birna Kristín Friðriksdóttir og er grunnskólakennari að mennt. Hún vinnur við leikskólann á Grenivík. Við eigum þrjú börn sem eru sjö, fimm og þriggja ára. Heimasíða:hleskogar.blog.is," segir í tilkynningu frá Guðbergi.