Dagskráin hófst með Þorvalsdalsskokkinu, sem haldið var í 17. sinn sl. laugardag. Í gær var gengið inn að Lamba og þaðan haldið áfram upp Glerárdal, yfir Þröskuld í Ytri-Króksdal, niður í Skjóldal og alla leið að Ystagerði þar sem ferðin endaði. Í dag, mánudaginn 5. júlí verður gengið á Ytri og Syðri Súlur og er áætlaður ferðatími um 5 klst. Verð kr. 3000 fyrir fullorðna og 1000 fyrir yngri en 16 ára, sem verða að vera í fylgd fullorðinna. Nánari upplýsingar á http://www.naturalis.is/
Dagskrá gönguvikunnar næstu daga er svohljóðandi:
6. júlí, þriðjudagur
Ystuvíkurfjall:
Gengið frá bílastæðinu efst á Víkurskarði og um Gæsadal á fjallið. Komið niður við Miðvík þar sem gangan
endar. Þægileg 2-3 klst. ganga við flestra hæfi. Fararstjóri: Roar Kvam. Frítt er í ferðina. Brottför frá skrifstofu Ferðafélags
Akureyrar kl. 19:00.
7. júlí, miðvikudagur
Skólavarða:
Ekið að uppgöngunni í Veigastaðalandi og eftir merktri leið upp á heiðina að vörðunni. Þetta er 2-3 klst. ganga við flestra hæfi.
Fararstjóri: Grétar Grímsson. Frítt er í ferðina. Brottför frá skrifstofu Ferðafélags Akureyrar kl. 19:00.
8. júlí, fimmtudagur
Kræðufell:
Gengið frá veginum efst í Víkurskarði, um Gæsadal á fjallið Kræðufell. Komið niður sunnan við Fagrabæ um
Hranárskarð þar sem gangan endar. Þetta er þægileg ganga við flestra hæfi. Ferðin tekur um 3 klst. Fararstjóri: Roar Kvam. Frítt er
í ferðina. Brottför frá skrifstofu Ferðafélags Akureyrar kl. 19:00.
9. júlí, föstudagur
Hlíðarfjall:
Ekið að Skíðastöðum og gengið upp með skíðalyftunni eftir ruddri braut upp á fjallið. Þetta er 2-3 klst. ganga við flestra
hæfi. Fararstjóri: Frímann Guðmundsson. Frítt er í ferðina. Brottför frá skrifstofu Ferðafélags Akureyrar kl. 19:00.
10. júlí, laugardagur
Glerárdalshringurinn - 24 tindar:
Glerárdalshringurinn er stór og umfangsmikill fjallgönguviðburður sem genginn er árlega í júlí. Gengið er á 24 tinda þar sem 10
fjöll eru hærri en 1400 m. og er "Kerling" þeirra hæst í 1540 m. Gengið verður um 45 km leið með um 4500 m. gönguhækkun.
Áætlaður ferðatími er 20 - 28 klst. Verð er kr. 15.000, en allar nánari upplýsingar má finna á vefsíðu göngunnar
24x24.is.
11. júlí, sunnudagur
Fuglaskoðunarferð í Hrísey:
Mæting er við Hús Hákarla Jörundar kl. 14.00. Leiðsögumaður er Þorsteinn Þorsteinsson og er áætlaður göngutími um 90
mínútur. Verð: kr 1000.
Hægt er að taka ferjuna frá Árskógsandi kl. 13.30 og tilbaka frá Hrísey kl. 17.00.
Allar upplýsingar um gönguvikuna má finna á visitakureyri.is og hjá Maríu Helenu Tryggvadóttur hjá Akureyrarstofu í síma 460 1155
og mariat@akureyri.is