Gönguskíðabrautin í Hlíðarfjalli opnuð á morgun

Gönguskíðabrautin í Hlíðarfjalli verður opnuð klukkan 10 í fyrramálið, laugardaginn 6. nóvember. Kveikt verður á flóðlýsingu við brautina til klukkan 10 annað kvöld. Snjóframleiðsla hefur gengið ágætlega efra síðasta sólarhringinn og eru snjóalög orðin þokkaleg. Vonast er til að hægt verði að opna allt síðasvæðið fljótlega, segir á vef Akureyrarbæjar.

Nýjast