Góðgerðarsamtökin Mömmur og Möffins færðu fæðingardeild FSA peningagjöf

Góðgerðarsamtökin Mömmur og Möffins færðu fæðingardeild FSA peningagjöf fyrr í dag, samtals 376.000 krónur. Þetta er sú upphæð sem safnaðist í Lystigarðinum á Akureyri þann 31. júlí sl., í Mömmur og Möffins veislu sem þar var haldin.  

Að sögn Auðar Skúladóttur, sem átti hugmyndina að þessu verkefni, komu um 50 einstaklingar með Möffins í Lystigarðinn og voru sumar þeirra hrein listaverk. Alls seldust um 1.100 kökur þennan dag.  Jafnframt var boðið upp listaverk í þessum anda í veislunni, eftir listakonuna Margréti Jónsdóttur, og seldist verkið á 100.000 krónur. Að sögn Ingibjargar Jónsdóttur deildarstjóra kvennadeildar, er hugmyndina að kaupa Lazyboy stóla og skiptiborð fyrir þessa fjármuni. Góðgerðarsamtökin Mömmur og Möffins eru á Facebook og eru félagar orðnir um 600 talsins.

Á myndinni eru f.v. Ingibjörg Jónsdóttir deildarstjóri kvennadeildar, Alexander Smárason yfirlæknir deildarinnar og fulltrúar frá Mömmum og Möffins, þær Auður Skúladóttir, Inga Þöll Þórgnýsdóttir, Margrét Jónsdóttir og Margrét Blöndal, með dótturdóttur sína Ylfu Blöndal Egilsdóttur í fanginu.

Nýjast