Þétt umferð var til Akureyrar síðdegis í gær og fram á nótt. Gekk hún vel og óhappalaust fyrir en allmargir óku
þó of hratt.
Fjöldi fólks var í bænum að skemmta sér í gærkvöld og fram eftir nóttu og virtist gleðin ríkja hjá flestum
því engin alvarleg mál komu á borð lögreglu. Þoka liggur yfir bænum þessa stundina og lofthiti því ekki nema um 12 gráður
í plús.
Þórhallur Jónsson varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri gefur kost á sér í 2-3 sæti í komandi röðun Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningarnar n.k vor. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann sendi til fjölmiðla og er svohljóðandi:.
Níu nemendur brautskráðust frá MA í lok haustannar. Sjö þeirra voru við brautskráningu í dag, 9. janúar, en tvær stúlkur voru flognar af landi brott. Athöfnin var á Miðsal í Gamla skóla þar sem útsýnið var fagurt á þessum fallega vetrardegi. Skólameistari flutti stutt ávarp og Íris Ísafold konsertmeistari skólans spilaði tvö lög.
Það fór ekki framhjá neinum að desember var óvenjulega hlýr og var hiti langt yfir meðallagi. Á landsvísu var þetta þriðji hlýjasti desembermánuður frá upphafi mælinga. Jólin voru sérstaklega hlý þegar sunnanhvassviðri gekk yfir landið.
„Þetta verður kærkomin viðbót og bætir okkar aðstöðu,“ segir Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, HSN, sem samið hefur um stækkun stöðvarinnar, en viðbótarrými verður tekin í notkun í apríl í vor.