Aldraður rithöfundur deyr á grunsamlegan hátt og Ari Þór Arason, nýútskrifaður lögreglumaður, reynir að komast að því hvað er satt og hvað er logið í samfélagi þar sem engum virðist hægt að treysta. Einangrunin, myrkrið og snjórinn þrengja að honum, óttinn nær tökum á bæjarbúum og gleymdir glæpir fortíðar koma upp á yfirborðið.
Ragnar Jónasson mun lesa upp úr bókinni og árita í Eymundsson Akureyri laugardaginn 23. október kl. 15 og á Siglufirði föstudaginn 22. október kl. 17 í Allanum, áritun fer síðan fram í Samkaup-Úrval í kjölfar upplestursins, segir í fréttatilkynningu.