02. september, 2010 - 14:31
Á fundi bæjarráðs Akureyrar í morgun var tekið fyrir erindi frá Michael Jóni Clarke og Sigurlínu Jónsdóttur þar sem
þau vekja athygli á mikilli hækkun ferjugjalda til Hríseyjar og einnig vildu þau koma á framfæri óánægju sinni með að
aðeins þeir sem lögheimili eiga í Hrísey fái ókeypis ferjumiða og telja að allir húseigendur í Hrísey eigi að njóta
sömu kjara burtséð frá því hvar þeir eiga lögheimili.
Bæjarráð gerir athugasemdir við þær miklu hækkanir sem orðið hafa á gjaldskrá Eyfars ehf vegna ferða til og frá
Hrísey og telur þær langt umfram hækkun á verðlagi. Bæjarráð vísaði erindinu að öðru leyti til gerðar
fjárhagsáætlunar.