Fjórir nýir einstaklingar voru kjörnir í stjórn Norðurorku í dag. Aðeins Bjarni Jónasson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins er áfram í nýju stjórninni. Þeir sem hættu í stjórn, auk Ásgeirs, eru Hákon Hákonarson fulltrúi Framsóknarflokksins, Kristín Sigfúsdóttir fulltrúi VG og Anna Þóra Baldursdóttir fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Nýir stjórnarmenn auk Geirs Kristins, eru Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, sem kjörin var varaformaður stjórnar Norðurorku, Edward H. Huijbens varabæjarfulltrúi VG og Ásdís Elva Rögnvaldsdóttir umhverfis- og orkufræðingur en hún starfar sem sérfræðingur hjá orkuskrifstofu iðnaðarráðuneytisins en er flutt til Akureyrar.