Fyrsti fundur starfshóps um atvinnumál á fimmtudag

Fyrsti fundur starfshóps um atvinnumál á Akureyri verður haldinn nk. fimmtudag. L-listinn skipar tvo fulltrúa í starfshópinn og aðrir flokkar einn fulltrúa en formaður er Geir Kristinn Aðalsteinsson oddviti L-listans og forseti bæjarstjórnar.  

Oddur Helgi Halldórsson formaður bæjarráðs sagði í samtali við Vikudag í morgun að  starfshópnum væri ætlað að verða eins konar hugmyndasmiðja bæjarins í atvinnumálum. Þrátt fyrir að blikur séu á lofti í atvinnumálum hafi ýmsir sett sig í samband við bæjaryfirvöld með atvinnuskapandi verkefni í huga. Greinilegt sé að fjárfestar og fleiri sjái tækifæri á Akureyri og hlutverk starfshópsins verði meðal annars að setja sig í samband við þessa aðila.

Nýjast