Nokkurt öngþveiti myndaðist í morgun við Torfunefnsbryggju þegar fjöldi ferðamanna og einn atvinnuljósmyndari - Þórhallur Jónsson í Pedrómyndum - tóku nærmyndir af dílaskarfi sem þar hafði stillt sér upp eins og þölvön ljómyndafyrirsæta. Dílaskarfar eru alla jafna mjög styggir fuglar og tækifærið sem þarna skapaðist til myndatöku einstakt. Ekkert virtist ama að fuglinum, sem gæti skýrt spekt hans!