10. nóvember, 2010 - 09:18
Fundaröð Samtaka atvinnulífsins um stöðu atvinnumála og vinnumarkaðinn heldur áfram á morgun, fimmtudaginn 11. nóvember. Á Akureyri
hefst fundur SA kl. 8:30 á Hótel KEA en á Húsavík hefst fundur kl. 12 á Veitingahúsinu Sölku. Vilmundur Jósefsson, formaður SA
og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA munu ræða um stöðuna í atvinnulífinu, komandi kjarasamninga og svara fyrirspurnum.
Á fundinum verður kynnt ný skoðanakönnun meðal félagsmanna Samtaka atvinnulífsins um horfurnar í atvinnulífinu á næstu
mánuðum auk skoðana stjórnenda fyrirtækja á brýnustu úrlausnarefnum stjórnvalda við núverandi aðstæður.