Frjálsíþróttaskóli UMFÍ haldinn á Akureyri

Dagana 12-16. júlí nk. verður Frjálsíþróttaskóli UMFÍ haldinn á Akureyri en UFA og UMSE sjá um skólann. Frjálsíþróttaskóli UMFÍ er ætlaður ungmennum á aldrinum 11–18 ára. Ungmennin koma saman á hádegi á mánudegi en skólanum lýkur á hádegi á föstudegi í sömu viku.

Aðaláhersla er lögð á kennslu í frjálsum íþróttum. Auk frjálsra íþrótta er farið í sund, leiki, óvissuferðir og haldnar verða kvöldvökur. Ungmennin borga 15.000 þúsund krónur í þátttökugjald en innifalið í verðinu er kennsla, fæði og gisting alla dagana. Skráning í skólann fer fram á heimasíðu UMFÍ, segir á vef UFA.

Nýjast