Framsýn leggst gegn lokun pósthússins á Laugum

Stjórn Framsýnar- stéttarfélags Þingeyinga hefur sent frá sér ályktun, þar sem fram kemur að félagið leggst gegn fyrirhugaðri lokun pósthússins á Laugum.  Það er með öllu ólíðandi að Íslandspóstur geti einhliða sniðgengið vilja íbúa svæðisins með lokun pósthússins og þar með skert lögbundna þjónustu við íbúa svæðisins. Stjórn Framsýnar tekur heilshugar undir áætlanir sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar um að kæra fyrirhugaða lokun til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála.  

Þá styður stjórn Framsýnar- stéttarfélags Þingeyinga kjarabaráttu ljósmæðra og hvetur til þess að samið verði við þær sem fyrst.  Viljaleysi ríkisstjórnarinnar til að leiðrétta laun stéttarinnar er með öllu  ólíðandi og veldur verðandi og nýbökuðum foreldrum miklu óöryggi.  Framsýn hvetur til þess að gengið verði strax til samninga við ljósmæður svo afstýra megi frekari verkföllum og óþægindum sem þeim fylgja.

Nýjast