Í viðbyggingunni verður lager, tóbaksafgreiðsla, salerni og skápar fyrir starfsfólk, sem og skrifstofa verslunarstjóra. Lyfta verður í viðbyggingunni og gengur lyftuhús upp úr þaki og stálhringstigi kemur á milli hæða. Þar sem lager verður norðan megin er ekki steypt milliplata. Nýbyggingin verður um 710 m³ og allt húsið þá 3.136 m³ og 969 m². Tilboð í verkið verða opnuð þann 14. desember nk. en verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 1. júní 2011.