Öll gögn vegna Vaðlaheiðarganga eru til staðar og sagði Kristján að hægt væri að ráðast í forval strax á nýju ári, bjóða svo verkið út og hefja framkvæmdir um mitt næsta ár. "Það væri nú aldeilis fínn liður á hátíðarhöldunum á 17. júní á næsta ári að sprengja fyrstu sprengjuna," sagði Kristján. Framundan er að stofna hlutfélag um framkvæmdina með aðkomu Vegagerðarinnar og Greiðrar leiðar ehf. Aðrar framkvæmdir sem hér um ræðir eru á Suðurlandsvegi að Selfossi, Vesturlandsvegi að Hvalfjarðargöngum og Reykjanesbraut suður fyrir Straum.