Fræðsluþing um forna garða í Svarfaðardal og Árskógsströnd

Náttúrusetrið á Húsabakka heldur fræðsluþing um forna garða í Svarfaðardal og Árskógsströnd í Mennigarhúsinu Bergi á Dalvík laugardaginn 6. nóvember kl 13:00-16:00. Í sumar fóru fram frumrannsóknir á nokkrum af þeim fjölmörgu fornu görðum sem er að finna í Svarfaðardal og Árskógsströnd. Garðar þessir eru án efa elstu mannvirki sem enn eru sýnileg á þessu svæði  og segja mikla sögu um búskaparhætti frumbyggja héraðsins.  

Á fræðsluþinginu verða m.a. kynntar niðurstöður öskulagagreininga á aldri garðanna, samanburður gerður á svarfælsku görðunum og sambærilegum görðum í Þingeyjarsýslu  auk þess sem farið verður út í almenna búskaparsögu á svæðinu. Yfirskrift fræðsluþingsins er: "Fyrir ofan garð og neðan" og verða flutt þrjú framsöguerindi:

Sveitarlangur  og aðrir svarfdælskir garðar  - Elín Ósk Hreiðarsdóttir fornleifafræðingur.

Þjóðveldisgarðar í Þingeyjarsýslum  - Árni Einarsson líffræðingur

Um búskaparhætti Svarfdælinga fyrr á öldum (um 900-1400)"  - Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur

Á eftir framsöguerindum verða almennar umræður og frummælendur svara fyrirspurnum. Fræðsluþingið er styrkt af Menningarráði Dalvíkurbyggðar. Allir velkomnir.

Nýjast