Á fræðsluþinginu verða m.a. kynntar niðurstöður öskulagagreininga á aldri garðanna, samanburður gerður á svarfælsku görðunum og sambærilegum görðum í Þingeyjarsýslu auk þess sem farið verður út í almenna búskaparsögu á svæðinu. Yfirskrift fræðsluþingsins er: "Fyrir ofan garð og neðan" og verða flutt þrjú framsöguerindi:
Sveitarlangur og aðrir svarfdælskir garðar - Elín Ósk Hreiðarsdóttir fornleifafræðingur.
Þjóðveldisgarðar í Þingeyjarsýslum - Árni Einarsson líffræðingur
Um búskaparhætti Svarfdælinga fyrr á öldum (um 900-1400)" - Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur
Á eftir framsöguerindum verða almennar umræður og frummælendur svara fyrirspurnum. Fræðsluþingið er styrkt af Menningarráði Dalvíkurbyggðar. Allir velkomnir.