Fótbrotnaði í gönguferð
Unglingspiltur slasaðist á fæti er hann var á gangi ásamt hópi af fólki upp í hlíðum Laufáshnjúks við
Eyjafjörð á tíunda tímanum í gærkvöld. Pilturinn fékk grjót á sig sem losnað hafði úr hlíðinni.
Björgunarsveitin á Grenivík var kölluð út og flutti manninn niður hlíðarnar. Að sögn lögreglunnar á Akureyri gengu
björgunarstörf vel en pilturinn reyndist vera fótbrotinn og var hann fluttur til aðhlynningar á Akureyri.
Nýjast