Fótboltaskóli Grétars Rafns Steinssonar, Bolton og Vífilfells stefnir að því að vera með fimm daga námskeið á Akureyri dagana 9.
til 13. júní næstkomandi. Þetta er nýr fótboltaskóli hjá Grétari og hann mun einbeita sér að krökkum á
landsbyggðinni.
Þetta er þó háð því að tilskilinn þátttaka náist og mun námskeiðsgjald á hvern þátttakanda vera
11.900 kr. og greiðist við upphaf námskeiðsins. Hægt er að skrá sig í gegnum heimasíðu skólans en slóðinn er
knattspyrnuskoligretars.net