Fólk þegar farið að streyma í Lystigarðinn á Akureyri

Lystigarðurinn á Akureyri var formlega opnaður fyrir gesti og gangandi þann 1. júní sl. Björgvin Steindórsson, forstöðumaður, segir garðinn koma vel undan vetri og að fólk sé þegar farið að streyma að. „Fólk byrjaði að koma áður en garðurinn opnaði formlega og við sáum fyrstu erlendu gestina um miðjan maí," segir Björgvin.  

Erlendir ferðamenn hafa verið í meirihluta undanfarin ár í Lystigarðinum og Björgvin á ekki von á að breyting verði þar á í sumar, þrátt fyrir svartsýnar spár Ferðaþjónustunnar. „Það verður kannski einhver fækkun af flugfarþegum en við fáum öll skipin og þau hafa aldrei verið fleiri en verða í sumar. Þannig að ég reikna alveg með svipaðri aðsókn og hefur verið," segir Björgvin.

Nýjast