Við sama tækifæri voru sendir kassar fullir af eplum og mandarínum til allra barnanna í þorpinu en ávextirnir eru gjöf frá Soroptimistasystrum á Akureyri. Loks gaf Ferðaskrifstofan Nonni á Akureyri ljós á tréð og heldur einnig í alla spotta svo þetta verði að veruleika. Fyrsta sunnudag í aðventu var síðan kveikt á trénu og ávöxtunum dreift til barnanna. Ríkti mikil gleði í þorpinu þennan dag. Talsmaður íbúa hefur sent bestu þakkir til allra sem lögðu hönd á plóginn til að færa birtu til þorpsbúa í svartasta skammdeginu í þessu nyrsta þorpi á austurströnd Grænlands, segir í fréttatilkynningu.