UFA hélt sitt árlega Akureyrarmót í frjálsum íþróttum á Þórsvelli síðastliðna helgi.
Mótið var með nýju sniði í ár þannig að öllum var heimil þátttaka og komu keppendur víðsvegar að af
landinu.
Í einstaklingskeppni bar það helst til tíðinda að 40 ára gamalt Akureyrarmet í sleggjukasti féll þegar Bjarki Garðarsson
kastaði sleggjunni 40,86 metra. Einnig setti Hilmar Örn Jórunnarson Íslandsmet í 12 ára flokki í sömu grein, þegar hann kastaði 35,22
m.
Um stigakeppni var að ræða milli félaga og urðu úrslitin eftirfarandi:
11 - 12 ára:
1. sæti UFA með 250,5 stig, 2. sæti UMSS með 244 stig, 3. sæti UMSE með 156,6 stig, 4.sæti UÍA með 91 stig og í 5. sæti Umf. Narfi
með 8 stig.
13 - 14 ára:
1. sæti UMSE með 266,5 stig, 2. sæti UFA með 243,5 stig, 3. sæti UMSS með 237 stig, 4 sæti, UÍA með 90 stig, 5. sæti Breiðablik
með 56 stig og í 6. sæti Umf. Selfoss með 18 stig.
Konur og karlar:
1. sæti UFA með 384 stig, 2. sæti UMSS með 364 stig, 3. sæti Umf. Selfoss með 148 stig, 4. sæti UMSE með 117 stig, 5. sæti USAH
með 39 stig, 6. sæti Umf. Glói með 24 stig, 7. sæti Eik með 18 stig, 8. sæti ÍR með 8 stig.
Heildarstigakeppnin fór á eftirfarandi hátt:
1. sæti UFA með 873,5 stig, 2. sæti UMSS með 864 stig, 3. sæti UMSE með 534,5 stig, 4. sæti UÍA með 172 stig, 5. sæti Umf. Selfoss með 166 stig, 6. sæti Breiðablik með 56 stig, 7. sæti USAH með 39 stig, 8. sæti Umf. Glói með 24 stig, 9. sæti Eik með 18 stig, 10. sæti Umf. Narfi með 12 stig og í 11. sæti ÍR með 9. stig.