Fjórir frá SKA í landsliðshópnum í alpagreinum

Búið er að velja landsliðshópinn í alpagreinum á skíðum fyrir veturinn 2010-2011. Fremstur í flokki fer Dalvíkingurinn Björgvin Björgvinsson sem tekur þátt í Heimsbikarmótum vetrarins í svigi, ásamt því að vera í eldlínunni á heimsmeistarmótinu í svigi í Garmisch-Partenkirchen í Þýskalandi í febrúar. Þá eru fjórir frá Skíðafélagi Akureyrar í hópnum, systurnar Íris og María Guðmundsdóttir, Sigurgeir Halldórsson og Katrín Kristjánsdóttir. 

Hópurinn lítur þannig út:

Erla Ásgeirsdóttir BBL, Fanney Guðmundsdóttir Ármanni, Freydís Halla Einarsdóttir Ármanni, Íris Guðmundsdóttir SKA, Katrín Kristjánsdóttir SKA, María Guðmundsdóttir SKA, Brynjar Jökull Guðmundsson Víking , Jakob Helgi Bjarnason Dalvík, Jón Gauti Ástvaldsson Víking, Róbert Ingi Tómasson SKA, Sigurgeir Halldórsson SKA og Sturla Snær Snorrason Ármanni.



Þá hefur einnig verið valinn æfingahópur, sem gefst kostur á að taka þátt í fyrstu skíðaæfingu landsliðshóps í Noregi í september, en æfingahópinn skipa: Elín Jónsdóttir Ísafirði, Erla Guðný Helgadóttir KR, Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir Ármanni, Thelma Rut Jóhannesdóttir Ísafirði, Einar K. Kristgeirsson IR, Hjörleifur Einarsson Dalvík og Magnús Finnsson SKA.

Nýjast