Fjórar á slysadeild eftir að bíll valt út í mýri

Fjórar stúlkur voru fluttar til aðhlynningar á slysadeild Sjúkrahúss Akureyrar um tíuleytið í gærkvöld, eftir að bíll þeirra valt útaf Eyjafjarðarbraut eystri við bæinn Þórustaði og hafnaði útí í mýri. Að sögn varðstjóra lögreglunnar á Akureyri er ekki talið að stúlkurnar fjórar séu alvarlega slasaðar. Bíllinn reyndist mikið skemmdur og þurfti að fjarlægja hann með dráttarbíl.

Nýjast