Fjöldi fólks tók þátt í hátíðar- dagskrá í HA á fullveldisdaginn

Venju samkvæmt var haldið upp á fullveldisdaginn í Háskólanum á Akureyri, um leið og því var fagnað að áratugur er liðinn frá því að útilistaverkið Íslandsklukkan eftir Kristinn E. Hrafnsson var vígt og fært Akureyringum að gjöf frá Akureyrarbæ. Fjöldi fólks mætti á dagskrá í HA í tilefni dagsins og við Íslandsklukkuna.  

Í tilefni af 10 ára afmæli Íslandsklukkunnar var efnt til smásagnakeppni meðal barna í 5. bekk í samstarfi HA og Akureyrarbæjar við grunnskóla Akureyrar. Alls bárust 78 sögur frá fimm grunnskólum í keppnina. Sigurvegarinn kom úr Glerárskóla, Viðar Guðbjörn Jóhannsson, með söguna „á leið til hins betra". Sigurvegarinn hlaut þann heiður að hringja Íslandsklukkunni tíu sinnum og naut hann aðstoðar vinar síns, Hermanns Elí Hafsteinssonar og formanns FSHA, Jóhönnu Guðrúnar Magnúsdóttur. Að lokinni dagskrá við Íslandsklukkuna var öllum boðið í hátíðarsal Háskólans á Akureyri. Þar var boðið upp á kakó, kaffi og smákökur. Jafnframt fór fram sýning á smásögunum sem bárust í keppnina og þeim þremur efstu í keppninni veitt verðlaun.

Nýjast