Fjöldi fólks kom í Hrísey um helgina þegar Fjölskyldu- og skeljahátíðin fór þar fram. Dagskráin var þétt
skipuð og fjölbreytt og áttu gestir, sem voru á öllum aldri, auðvelt með að finna eitthvað við sitt hæfi. Þá hefur fjöldi
fólks einnig komið á árlega Miðaldadaga á Gásum. Miðaldadagar hófust sl. laugardag og þeim lýkur á morgun
þriðjudag.
Þeir sem ekki hafa farið að Gásum, þar sem líf og starf fólks í Gásakaupstað miðalda er endurvakið, eiga því enn
möguleika en á morgun er svæðið opið frá kl. 12-17.