Fjölbreyttir viðburðir í Hofi

Fjölbreyttir viðburðir eru framundan í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri á næstunni. Í kvöld verða félagarnir Gylfi Ægis, Rúnar Þór og Megas með tónleika í stóra sal Menningarhússins Hofs. Þeir voru léttir og hressir í Austurbæ í síðustu viku og búast má við skemmtilegri kvöldstund með þeim félögum í kvöld. Allir eru þeir landsþekktir fyrir lagasmíðar sínar og textagerð.  

Kammerkórinn Hymnodia heldur tónleika í Hömrum, minni sal Menningarhússins Hofs á Akureyri á morgun, fimmtudaginn, 11. nóvember kl. 20. Hver kórfélagi valdi sitt uppáhaldslag frá eldri tónleikaefnsskrám kórsins. Kórinn var stofnaður árið 2003 og hefur haldið tugi tónleika með afar ólíkum efnisskrám. Sýningum Rocky Horror lýkur 13. nóvember en verkið hefur verið sýnt fyrir fullu húsi frá 10. september síðastliðnum. Á sunnudögum er alltaf skemmtileg stemmning í húsinu. 1862 Nordic bistro eru með glæsilegan fjölskyldubrunch  11-14  og nk. sunnudag verða skemmtilegir tónleikar í Hömrum minni salnum sem hefjast kl. 16. Í næstu viku verður áhugaverð sýning frá mánudegi til föstudags í tilefni alþjóðlegrar athafnaviku. Trefillinn sem lagður var milli bæjarkjarna Ólafsfjarðar og Siglufjarðar við vígslu Héðinsfjarðarganga verður til sýnis, en hann endaði í 11,5 kílómetrum þar sem rúmlega 1.400 prjónarar lögðu sitt af mörkum. Hér gefst fólki tækifæri til að sjá trefillinn í einu lagi í allri sinni dýrð í fyrsta sinn innanhúss. Trefillinn verður fluttur til Akureyrar með Eimskip í 13 fiskikörum.

Þá mun Menningarhúsið Hof svo hýsa Íslandsklukkana 19.-21. nóvember. Fram að jólum er svo fjöldi annara viðburða í húsinu, m.a. Íslenski sönglistahópurinn með tónleika sem bera heitið Kynslóðir mætast, jólatónleikar Baggalúts, Diskóeyjan, Aðventuveisla Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, Jólatónleikar Gospelkórs Akureyrar, Frostrósir og fleiri. Hægt er að fá frekar upplýsingar um þessa viðburði á vefsíðunni: menningarhus.is.

Nýjast