Fram kom á fundi skólanefndar að staðan í innritun í leikskóla Akureyrar er sú að af upphaflega innritunarlistanum eru eftir 18 börn sem
fædd eru 2008. Á listann hafa einnig bæst við 1 barn fætt 2005, 6 börn fædd 2006, auk 2ja barna sem óska eftir flutningi milli leikskóla innan
bæjarins og 4 börn fædd 2008. Alls eru því 29 börn á innritunarlistanum en af þeim eru aðeins 5 sem óska eftir leikskóla norðan
Glerár. Enn er hægt að innrita í leikskólana Hlíðaból og Sunnuból, alls um 25 börn.
Fram kom að leikskólastjórar telja að ekki verði mikið um brottflutning úr bænum, þannig að ekki er líklegt að fleiri pláss
losni fyrir haustið. Þegar horft er til næstu ára má sjá að strax næsta ár verður ríflega 30 barna fjölgun á
innritunarárgangi og gera má ráð fyrir að fjöldi barna sem fæðist á þessu ári sé álíka mikill, ef ekki meiri.
Það er því ljóst að nauðsynlegt er að bregðast við auknum barnafjölda strax á næsta ári. Þá þarf að
fjölga í leikskólum eða finna leiðir til að fjölga leikskóladeildum í bænum.
Með hliðsjón af þessari þróun og til að létta á innritun næsta árs er því lagt til að leikskólarýmum
verði fjölgað í leikskólanum Flúðum um 10. Til þess að svo megi verða þarf að fjölga um 2 stöðugildi frá hausti
2010. Með því móti er hægt að koma betur til móts við þarfir þeirra foreldra sem enn hafa ekki fengið tilboð um innritun fyrir
börn sín fyrir haustið, þar sem stærstur hluti þeirra óskar eftir leikskóla á Brekkunni. Einnig er þá hægt að byrja
innritun yngri barna þ.e. árgangs 2009, segir m.a. í bókun skólanefndar.