20. september, 2010 - 18:28
Á síðasta fundi framkvæmdaráðs Akureyrarbæjar var farið yfir endurskoðun á fjárhagsáætlun 2010 og stöðu
framkvæmda framkvæmdadeildar fyrstu 7 mánuði ársins 2010. Framkvæmdaráð óskar eftir því við bæjarráð
að fjárhagsrammi fyrir sumarvinnu fatlaðra verði aukinn um 9 milljónir króna og fjárhagsrammi Slökkviliðs Akureyrar verði aukinn um 23
milljónir króna.
Á sama fundi var einnig rætt um um endurskoðun á fyrirkomulagi grassláttar í Akureyrarkaupstað. Samningar eru lausir á þremur
svæðum af fjórum. Meirihluti framkvæmdaráðs samþykkti að fela Jóni Birgi Gunnlaugssyni forstöðumanni umhverfismála að taka
saman minnisblað með samanburði á kostnaði við að Akureyrarkaupstaður bjóði grasslátt út eða að
sveitarfélagið taki hann yfir að nýju.