Fínn árangur GA keppenda

Keppendur frá Golfklúbbi Akureyrar stóðu sig vel á fyrsta móti Norðurlandsmótaraðar unglinga 2010 í golfi en keppnin var haldin á Arnarholtsvelli í Dalvík 13. júní sl. Fjórir keppendur GA sigruðu sinn flokk en það voru þau Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, Ævarr Freyr Birgisson, Ólöf Marín Hlynsdóttir og Erik Snær Elefsen. Einnig var fjöldi keppenda GA sem náðu brons- og silfurverðlaunum á mótinu.

Þá náði Stefanía Elsa Jónsdóttir góðum árangri í annarri umferð GSÍ mótaröð unglinga sem fór fram Korpúlfsstaðavelli á dögunum. Stefanía Elsa hafnaði þriðja sæti í sínum flokki, sem er 14 ára og yngri.

 

Nýjast