Þau verkefni sem Vaxtarsamningurinn samþykkti að taka þátt í eru: Samráðshópur um eflingu millilandaflugs til Akureyrar, en verkefnið felst í ráðningu verkefnisstjóra vegna átaks í kynningu og markaðssetningu á millilandaflugi til Akureyrar árið 2011 og hlaut verkefnið 1,5 milljónir króna í styrk. Norðurskel ehf, Hrísiðn fékk einnig 1,5 milljónir króna til markaðssetningar náttúruafurða frá Hrísey og þá fékk Undirbúningsfélag um lífræna framleiðslu í Dalvíkurbyggð sömuleiðis 1,5 milljón til að vinna að verkefni um lífræna byggðaþróun í sveitarfélaginu.
Paradísarland ehf, Vífilfell, SMI hlaut 750 þúsund króna styrk til að koma á fót leiksvæði fyrir börn ásamt afþreyingu fyrir fullorðna innandyra á Akureyri, RHA, Köfunarfyrirtækið Sævör ehf, Teikn á lofti ehf. fékk 750 þúsund krónur í styrk úr Vaxtarsamningi Eyjafjarðar til að koma á fót fót upplýsingavefgátt fyrir almenning um líffræðilegan fjölbreytileika á grunnslóð við Ísland.