Fimm ungir knattspyrnumenn skrifuðu undir samning við karlalið Þórs á dögunum. Þetta eru þeir Guðmundur Ragnar Vignisson, Kristinn Þór Rósbergsson, Alexander Már Hallgrímsson, Arnar Geir Halldórsson og Halldór Orri Hjaltason.
Allir þessir strákar eru að koma upp úr yngri flokka starfi félagsins og eru í hópi fjölmargra uppalinna leikmanna hjá Þór. Samningar þeirra eru allir til tveggja ára, er fram kemur á heimasíðu Þórs.