Fimm stöðvaðir fyrir hraðakstur í Hörgárdal í gærkvöld

Fimm erlendir ökumenn voru stöðvaðir fyrir hraðakstur í Hörgárdalnum í gærkvöld, frá kvöldmatarleyti til miðnættis. Lögreglan á Akureyri segir það frekar sjaldgæft að svo margir ökumenn séu stöðvaðir fyrir of hraðan akstur á sama kvöldi, sérstaklega útlendir ökumenn. Leyfilegur hámarkshraði í Hörgárdal er 90 km en ökumennirnir óku á bilinu 114-122 km hraða. 

Nýjast